top of page

fjöll
Fjöll! Þau gefa mér svo mikinn kraft og mín helstu áhugamál eru öll að einhverju leyti tengd fjöllum og fjallamennsku. Hvort sem ég er að renna mér á snjóbretti/skíðum á veturna, að hjóla á götuhjólinu/fjallahjólinu á sumrin eða í fjallgöngu með fjölskyldunni á haustin þá eru það fjöllin sem gefa mér kraft, seiglu og tækifæri til að stunda mín áhugamál. Ég bý í Sviss með fjölskyldu minni svo fjöllin eru allt í kringum mig og það er stutt í Alpana. Ég hef líka mjög gaman af því að taka myndir af fegurðinni sem fjöllin skapa og hér má líta á nokkrar myndir sem ég hef tekið á mínum ferðalögum.
Fjöllin eru eins og lífið, upp og niður og allskonar. Falleg, óútreiknanleg en að sama skapi full af tækifærum!

bottom of page