top of page
julia-caesar-asct7UP3YDE-unsplash.jpg

MARKÞJÁLFUN

Vertu þú - eins og fjallið sem stendur traust, með sinn eigin topp og sínar eigin leiðir

About

UM KULM Markþjálfun

Kulm Markþjálfun er rekið af Berglindi, útskrifuðum markþjálfa frá Profectus á Íslandi og International Coach Academy í Ástralíu.

Hjá Kulm Markþjálfun styður Berglind einstaklinga í gegnum breytingar, áskoranir og markmiðasetningu með þeirra styrkleika og gildi að leiðarljósi. Hún býður upp á öruggt og traust samtalsrými þar sem djúpri sjálfsskoðun, seiglu og hugrekki er gefið rými með það að markmiði að efla sjálfstraust og skapa jákvæða og varanlega breytingu í lífi fólks.

toa-heftiba-09SxeOdtlPE-unsplash.jpg
About
Difficult Roads.jpg

Hvað er Markþjálfun

Viðurkenndur markþjálfi starfar samkvæmt siðareglum alþjóðlegra samtaka markþjálfa, ICF, sem ætlað er að tryggja gæðin í faginu.

Markþjálfun er árangursmiðað samvinnuferli milli markþjálfa og markþega. Markþegi leggur til umræðuefnið og horft er fram á veginn sem styrkir markþegan til að skapa merkingarfullar breytingar í einkalífi og/eða starfsferli. Sem þinn markþjálfi mun ég ekki segja þér hvað þú átt að gera. Í staðinn mun ég hjálpa þér að finna þín eigin svör með kraftmiklum spurningum, nýjum sjónarhornum og með því að skapa öruggt rými fyrir ígrundun, skýrleika og verkfæri til að framkvæma.

 

Saman skoðum við hvar þú ert stödd/staddur, hvert þú vilt fara og hvað stendur í vegi fyrir þér svo þú getir haldið áfram fram á við með sjálfstraust og tilgangi.

 

Hvort sem þú ert að ganga í gegnum breytingar, finnur fyrir stöðnun eða stefnir að sérstöku markmiði, þá hjálpar markþjálfun þér að:

• Greina hvað skiptir þig raunverulega máli
• Þekkja og breyta takmarkandi hugsunum eða mynstrum
• Setja þér merkingarfull markmið og stíga meðvituð skref í átt að þeim
• Byggja upp sjálfstraust, sjálfsvitund og seiglu

 

Markþjálfun er samvinna byggð á trausti, virðingu og trú á þinni eigin getu til að láta drauma þína rætast.

Markþjálfun

Lífs
Markþjálfun

Hvað skiptir þig raunverulega máli?

Markþjálfun hjálpar þér að öðlast skýrari framtíðarsýn og gefur þér verkfæri til að hámarka möguleika þína til vaxtar. Sem markþjálfi er ég samferða þér í þínu ferðalagi. Ég held utan um ferlið og beini þér að kjarna málsins með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum sem skapar rými fyrir viðhorfsbreytingar, sjálfsskoðun og vöxt.

Í öruggu umhverfi skoðum við hvað skiptir þig raunverulega máli og tökum skref fram á við.

Breytinga
markþjálfun

Ertu að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu? Hvort sem þú ert að flytja til nýs lands, skipta um starfsferil, takast á við atvinnuleysi, snúa aftur til vinnu, aðlagast breyttum fjölskylduhlutverkum eða byggja þig upp eftir slys, þá getur breytingarmarkþjálfun hjálpað þér að skoða hvaða tækifæri geta leynst í þeim breytingum. 

 

Breytingamarkþjálfi hjálpar þér að öðlast skýrleika, endurbyggja sjálfstraust og að halda áfram með tilgang. Saman umbreytum við óvissu í merkingarfulla leið til vaxtar og nýrra tækifæra.

Leiðtoga
markþjálfun

Stígðu inn í leiðtogahlutverkið með skýrleika og tilgang!

Leiðtogamarkþjálfun styrkir þig til að leiða teymi af heilindum, takast á við flókin mál og vaxa bæði persónulega og faglega.

Hvort sem þú ert að taka við nýju hlutverki, leiða teymi eða vilt auka áhrif þín, þá býður leiðtogamarkþjálfun upp á rými til íhugunar, stefnumótunar og styrkingar á leiðtogaímynd þinni.

 

Við vinnum saman að því að samræma gildi þín, framtíðarsýn og rödd.

það sem þau segja

Aliz, Japan

"Berglind was coaching me throughout a major life transition, in topics like starting self employment and changing family dynamics. Each time I got some new insights about where I stand at the moment and what I need to do to reach my goals. Overall, she encouraged me to be more kind to myself and understanding, if things don't go as planned. This helped me to take action, even if the outcome was uncertain.

The sessions were always structured, but at the same time Berglind has given me the safe space to explore my feelings and thoughts. Overall I felt understood and supported."
Kona og fjöll.jpg

Hafðu samband

© 2023 af Kulm Coaching. Allur réttur áskilinn.

bottom of page