
UM KULM MARKÞJÁLFUN

Velkomin í KULM Markþjálfun
Hér hefst ferðalagið - þar sem einlægni, hugrekki og seigla vísa veginn
Berglind hefur fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu á sviði mannauðsmála, markaðsmála, verkefnastjórnunar, kennslu og markþjálfunar. Ástríða hennar er að styðja fólk í gegnum áskoranir sem lífið býður upp á með því að efla skýrleika, sjálfstraust og hugrekki sem býr í hverjum og einum.
„Í markþjálfun hjá mér, aðstoða ég fólk við að tengjast innri styrk sínum, taka hugrökk skref fram á við og skapa líf í takt við eigin gildi og drauma.“
Berglind lærði markþjálfun hjá ICA (International Coach Academy, Ástralíu), og útskrifaðist sem „Certified Professional Coach“ sem er PCC viðurkennd markþjálfunar menntun. Berglind er einnig viðskiptafræðingur með Bachelor gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu frá Copenhagen Business School í „Management of Creative Business Processes“.
„Ég hef alla tíð heillast af huganum og því hvernig hugsanir, tilfinningar og hegðun móta upplifun okkar. Ég tek þessa ástríðu með mér í mína markþjálfun og skapa öruggt rými fyrir dýpri sjálfsskoðun, innsýn og umbreytingu. Markþjálfunarstíllinn minn er hlýlegur, jarðbundinn og einblínir á að byggja upp sjálfstraust og seiglu til lengri tíma.“
Þegar Berglind er ekki að markþjálfa þá finnur þú hana líklega einhvers staðar upp í fjöllum á snjóbretti, skíðum, á hjóli eða í fjallgöngu.
„Ég er uppalin á Íslandi en flutti árið 2018 til Sviss ásamt fjölskyldu minni þar sem við njótum lífsins í nánu sambandi við náttúruna, alltaf á hreyfingu, helst upp í fjöllum og í leit að nýjum upplifunum.
Fyrir mér er lífið eins og fjall: óútreiknanlegt, fallegt og fullt af tækifærum. Ég hef sjálf gengið í gegnum ýmsar áskoranir á lífsleiðinni Ég hef flutt nokkrum sinnum á milli landa, skipt um starfsvettvang, tekist á við ýmis áföll og ég veit hversu dýrmætt það er að hafa rétta stuðninginn á þeim tímum.
Það er einmitt þess vegna sem ég stofnaði KULM Coaching. Til að ganga með þér upp fjallið þegar þú tekst á við nýjar áskoranir, skoðar hindranirnar á veginum, finnur út hvaða leið þú vilt fara, lítur inn í framtíðina, setur þér markmið og opnar á möguleikana þína.“
Förum saman upp á næsta fjall!
Fagvottun og menntun
• Meistara gráða (MSoc.Sc) í „Stjórnun skapandi viðskiptaferla“ frá Copenhagen Business School
• Bachelor gráða (BSc) í „Viðskiptafræði“ frá Háskólanum í Reykjavík
• Vottaður Markþjálfi frá "International Coach Academy" í Ástralíu
Level 2 ACTP - PCC vottuð markþjálfunar menntun
• Vottaður Markþjálfi frá „Profectus“ á Íslandi
Level 1 ACTP
• Vottaður Næringarmarkþjálfi frá „Working Against Gravity“, USA
• Vottaður NLP Markþjálfi frá "the Knowledge Academy", UK

.png)
